Maðurinn fannst látinn

Leitað var fram á kvöld á Sólheimajökli í gær og …
Leitað var fram á kvöld á Sólheimajökli í gær og leit hófst að nýju snemma í fyrramálið. mynd/Guðbrandur Örn Arnarson

Sænski ferðamaður­inn sem leitað hef­ur verið að á Sól­heima­jökli und­an­farna daga fannst lát­inn. Þetta staðfesti lög­regl­an á Hvols­velli nú fyr­ir stundu.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björgu að björg­un­ar­sveit­ir hafi fundið Daniel Markus Hoij rétt fyr­ir há­degi, en leitað hafði verið að hon­um við Sóla­heima­jök­ull. Var hann lát­inn þegar björg­un­arlið kom að hon­um í um 600 metra hæð.

Yfir 300 björg­un­ar­sveita­menn tóku þátt í leit­inni í morg­un, þar af voru um um 80 manns á jökl­in­um sjálf­um. Leit­in síðustu daga hef­ur verið afar um­fangs­mik­il og hafa um 500 manns frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg komið að henni frá því hún hófst á miðviku­dags­kvöld. Aðstæður hafa oft á tíðum verið afar erfiðar og krefj­andi.

Íbúar og fyr­ir­tæki á svæðinu hafa stutt vel við bakið á leitar­fólki. Kven­fé­lög­in Fjall­kon­an, Eygló og Freyja opnuðu miðstöð í skóla­hús­inu á Skóg­um þar sem björg­un­arlið gat hvílt sig og fengið mat, all­an sól­ar­hring­inn. Segja kon­urn­ar það vera þakk­ir til björg­un­ar­sveita fyr­ir aðstoð sem þær veittu íbú­um svæðis­ins í eld­gos­un­um. Einnig hafa hót­el og gisti­hús opnað dyr sín­ar fyr­ir leitar­fólki, fyr­ir­tæki gefið mat og Rauði kross­in á Hvols­velli sá um flutn­ing aðfanga á svæðið.

Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg vill koma á fram­færi þakk­læti til allra sem að komu.

Lög­reglu­stjóra­embættið á Hvols­velli vill færa, björg­un­ar­sveita­fólki, starfs­mönn­um Land­helg­is­gæsl­un­ar sem og öðrum sem lagt hafa dag við nótt síðustu daga við leit­ina, mikið þakk­læti. Aðstæður til leit­ar hafa verið gríðarlega erfiðar og kraf­ist mik­ill­ar fag­mennsku af þeim sem að henni komu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert