Alls höfðu 315 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík frá ársbyrjun og út október. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru á sama tímabili alls 1.810.
Þá höfðu verið seldar 137 bifreiðar í nauðungarsölu og 315 stykki af öðru lausafé. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru orðnar 649 og vegna annars lausafjár 346.
Til samanburðar þá voru 289 bifreiðar seldar nauðungarsölu allt árið í fyrra hjá sýslumanninum í Reykjavík. Árið 2009 var 441 bifreið seld nauðungarsölu hjá embættinu og árið 2008 voru þær 491.
Í fyrra voru skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða hjá sýslumanninum í Reykjavík 723 talsins, árið 2009 voru þær 1.068 og árið 2008 voru þær 2.019 talsins.