Eigum að halda í krónuna

Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir

„Ég er þeirr­ar skoðunar að við eig­um að halda í krón­una áfram,“ sagði Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, fram­bjóðandi til for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við Sig­ur­jón M. Eg­ils­son í þætt­in­um Sprengisandi í morg­un.

Hún sagði að næstu 3-5 árin ætti að skoða hvort aðrir kost­ir séu betri. „Miðað við nú­ver­andi aðstæður finnst mér að við eig­um að halda í hana [krón­una]. Ég held að hún sé besti kost­ur­inn fyr­ir okk­ur,“ sagði Hanna Birna.

Hún sagði að menn ræði um gjald­miðil­inn eins og hann sé ástæðan fyr­ir ástand­inu en gjald­miðill­inn sé í raun eins og hita­mæl­ir. Hann sé ekki brot­inn þótt illa gangi. Þá minnti Hanna Birna á að Grikk­ir kenni evr­unni um sína stöðu en við krón­unni um okk­ar stöðu.

Hanna Birna sagði að sum­ir séu með þau rök að upp­taka evru myndi aga okk­ur. „Við get­um bara agað okk­ur sjálf. Ef við get­um það ekki þá ráðum við held­ur ekki við það að skipta um gjald­miðil,“ sagði Hanna Birna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert