Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef meira sé flutt út en inn verði gjaldmiðillinn aldrei vandamál, sama hvort hann heiti króna eða eitthvað annað. Þetta kom fram í samtali hans við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandi í morgun.
Bjarni sagði að hér þurfi að reka ábyrg ríkisfjármál, eiga fyrir útgjöldum, stuðla að öflugu atvinnulífi og lágmarka ríkisafskipti. Bjarni sagði að reka þurfi sömu stefnu, sama hvað verður ákveðið í gjaldmiðilsmálum.
„Í dag er verkefnið að koma atvinnulífinu af stað, hjálpa heimilunum og loka fjárlagagatinu. Þá geta okkur staðið allar dyr opnar í framtíðinni,“ sagði Bjarni.