Köfunarslys í Silfru

Kafarar í Silfru á Þingvöllum. Myndin er úr myndasafni og …
Kafarar í Silfru á Þingvöllum. Myndin er úr myndasafni og tengist ekki atvikinu í morgun. Ómar Óskarsson

Kafari, sem var að skjóta sér upp af um 18 metra dýpi í Silfru á Þingvöllum, lenti í vandræðum með köfunarbúnað sinn. Fyrst var tilkynnt um veikindi um hádegisbilið en nú lítur út fyrir að bilun hafi orðið í köfunarbúnaði mannsins.

Lögreglan á Selfossi sagði þó óstaðfest hvað hefði gerst nákvæmlega og gat ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu en bæði lögreglubíll frá þeim og sjúkrabíll er á leið á staðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert