Börn Sævars Marinós Ciesielski ætla í dag að afhenda innanríkisráðuneytinu mikið magn skjala sem varðar Geirfinns- og Guðmundarmál.
Þann 7. október síðast liðinn skipaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra starfshóp til að fara yfir svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Starfshópnum er falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar. Þau gögn sem komið hafa fram á síðustu misserum og árum verða einnig tekin til athugunar. Í áfangaskýrslu sem skila skal fyrir lok apríl á næsta ári á að koma fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhald málsins.
Skjölin sem börn Sævars Marinós Ciesielski voru í vörslu hans. „Faðir okkar eyddi stærstum hluta lífs síns í það að fá umrædd mál endurupptekin. Það tókst þó því miður ekki.
Við erum sannfærð um sakleysi föður okkar, og teljum það skyldu okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá sannleikann fram í dagsljósið. Enda trúum við því staðfastlega að ítarleg rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum muni varpa ljósi á hversu ómannúðlega var brotið gegn föður okkar við meðferð þeirra mála og hreinsa nafn hans.“