Bilun í sjálfvirkum mælum í Eyjum

Grillir í Herjólf á siglingu við Vestmannaeyjar.
Grillir í Herjólf á siglingu við Vestmannaeyjar. mbl.is

Sjálfvirkir mælar Veðurstofu Íslands sýndu 19 gráðu hita og 30 m/sek á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í dag.

Að sögn veðurfræðings á vakt er ekki um neina hitabylgju að ræða þar sem bilun virðist hafa komið upp í sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar.

Að sögn hefur hitastigið á Stórhöfða ekki farið upp fyrir 8,3 gráður í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert