Farþegi stal frá flugþjóni

Flugvélin var að koma frá Íslandi.
Flugvélin var að koma frá Íslandi. Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögregla í Boston handtók í gær bandarískan karlmann sem var að koma með flugvél Icelandair frá Íslandi, en hann er grunaður um að hafa stolið peningum úr tösku flugfreyju.   Í töskunni voru um 300 dalir, jafnvirði um 35 þúsund króna, auk lítilsháttar af annarri mynt.

Maðurinn býr í Gloucester í Massachusetts en hafði verið í fríi á Íslandi. Hann er talinn hafa stolið töskunni þegar flugvélin var yfir Grænlandi. Eftir að áhöfn vélarinnar sakaði manninn um að hafa stolið töskunni skilaði hann krónum sem voru í töskunni, en læsti sig síðan inn á salerni og er talið að hann hafi sturtað niður eitthvað af þeim erlenda gjaldeyri sem hann stal.

Vefurinn TheBostonChannel.com hefur eftir starfsmönnum á Loganflugvelli, að verið sé að endurheimta peningana úr geymslutanki vélarinnar.

Manninum var sleppt eftir yfirheyrslur en á að koma fyrir dómara í Boston í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert