Fundu flóttamenn á Miðjarðarhafi

TF-SIF er við eftirlitsstörf fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins.
TF-SIF er við eftirlitsstörf fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins. mbl.is/Árni Sæberg

Sif, flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, fann á föstu­dag bát á Miðjarðar­hafi, en á hon­um voru 37 flótta­menn, þar af 10 börn. Flótta­fólkið var á leið til Ítal­íu, en Rússi og Úkraínumaður höfðu skipu­lagt smyglið. Þeir voru hand­tekn­ir.

Í eft­ir­lits­flugi Sifjar, flug­vél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar aðfaranótt föstu­dags, fyr­ir Frontex, landa­mæra­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins, greind­ist í eft­ir­lits­búnaði flug­vél­ar­inn­ar grun­sam­leg­ur bát­ur sem staðsett­ur var  16,6 sjó­míl­ur suðaust­ur af Otranto í Pugliu á Ítal­íu. Á þaki báts­ins sást upp­blás­inn slöngu­bát­ur og ofan þilja nokkr­ar per­són­ur, þ.a.m. börn. Op­inn hleri var á bátn­um og sýndi hita­mynda­vél flug­vél­ar­inn­ar að tals­verðan hita lagði út um opið. Vaknaði því grun­ur um að fjöldi fólks væri neðan þilja. Haft var sam­band við tengilið Land­helg­is­gæsl­unn­ar í stjórn­stöð Frontex í Róm og var strax ákveðið að senda varðskip í veg fyr­ir bát­inn.

Var ít­alskt varðskip staðsett í um 10 sjó­mílna fjar­lægð frá bátn­um og hélt það sam­stund­is á vett­vang. Við rann­sókn þeirra um borð kom í ljós að í bátn­um voru 37 flótta­menn27 full­orðnir karl­menn og 10 dreng­ir. Eng­ar kon­ur eða stúlku­börn. Einnig voru um borð tveir skipu­leggj­end­ur smygls­ins (facilitators), Rússi og Úkraínumaður. Voru þeir hand­tekn­ir og flutt­ir til hafn­ar á Ítal­íu.

Flótta­fólkið var frá Pak­ist­an, Af­gan­ist­an, Bangla­desh og Sri Lanka og sam­kvæmt full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar í stjórn­stöð, var þeim bjargað um borð í varðskipið og flutt­ir til hafn­ar á Ítal­íu þar sem þeir dvelja í flótta­manna­búðum þar til ákvörðun verður tek­in um fram­haldið.  Á stöðufundi stjórn­stöðvar­inn­ar var sér­stak­lega rætt um góða sam­vinnu og sam­skipti milli áhafn­ar flug­vél­ar­inn­ar, stjórn­stöðvar­inn­ar í Róm og ít­alska varðskips­ins.

Land­helg­is­gæsl­an hef­ur frá því í júní tekið þátt í verk­efn­um Frontex, með varðskip­inu Ægi sam­fleytt frá júní-októ­ber en flug­vél­inni Sif,  með hlé­um frá sama tíma. Varðskipið Ægir kom aft­ur til Íslands fyr­ir um viku síðan eft­ir að hafa tekið þátt í fjölda­mörg­um björg­un­araðgerðum þar sem sam­tals 495 flótta­mönn­um var bjargað um borð og flutt­ir til hafn­ar með varðskip­inu Ægi eða öðrum björg­un­ar­skip­um á svæðinu, þar af voru 272 í al­var­leg­um lífs­háska. 

Meg­in­til­gang­ur með eft­ir­liti Frontex er landa­mæra­gæsla en óhjá­kvæmi­lega þró­ast verk­efn­in oft á tíðum yfir í að verða björg­un­araðgerðir.  Á sjó staf­ar það m.a. af því að fólkið er á illa út­bún­um fleyt­um sem ekki eru ætlaðar til lengri sigl­inga enda er skipu­legg­end­um smygls­ins í raun sama um ör­lög flótta­fólks­ins eft­ir að þeir hafa fengið far­gjaldið greitt. Í upp­lýs­ing­um frá Frontex kem­ur fram að Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­in (á ensku: IMO sem stend­ur fyr­ir In­ternati­onal Ma­ritime Org­an­izati­on) tek­ur ár­lega sam­an upp­lýs­ing­ar um björg­un­araðgerðir á haf­inu en þar seg­ir að á ár­inu 2010 hafi tæki á veg­um Frontex bjargað 98% af öll­um þeim sem bjargað var á sjó í heim­in­um.  Sam­kvæmt því má segja að mannúðarstarf sé viðamik­ill þátt­ur í starf­semi Frontex.

Þessi mynd var tekin úr Sif af bátnum.
Þessi mynd var tek­in úr Sif af bátn­um. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Smyglbáturinn
Smygl­bát­ur­inn
Um borð í bátnum
Um borð í bátn­um
Úr bátnum
Úr bátn­um
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert