Lést af völdum ofkælingar

Leitin á Sólheimajökli er eitt af stærri verkefnum björgunarsveitanna á …
Leitin á Sólheimajökli er eitt af stærri verkefnum björgunarsveitanna á síðari árum. Um 500 björgunarsveitarmenn og margir aðrir lögðu lið. mbl.is/Jónas

„Við skilj­um ekki hve langt upp á jök­ul­inn maður­inn náði miðað við hve van­bú­inn hann var. Reynd­ir björg­un­ar­sveit­ar­menn ættu erfitt með að fikra sig inni á jökli væru þeir ekki með góðan búnað.“

Þetta seg­ir Hilm­ar Már Aðal­steins­son í Hjálp­ar­sveit skáta í Reykja­vík. Hann var í hópi þeirra björg­un­ar­manna sem fundu sænska ferðamann­inn Daniel Markus Hoij lát­inn á Sól­heima­jökli í Mýr­dal um há­deg­is­bil á laug­ar­dag. Hans hafði verið leitað frá miðviku­dags­kvöldi.

Björg­un­ar­sveit­in kom að Hoij í mjórri sprungu í um það bil 600 metra hæð. Átti hann af aðstæðum að dæma eng­an mögu­leika á að vega sig upp úr henni. Ný­fall­inn snjór var í sprung­unni og lít­ur út fyr­ir að Hoij hafi of­kælst og lát­ist af þeim sök­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Leit­in að Hoij er eitt af stærri verk­efn­um björg­un­ar­sveit­anna í land­inu síðari árin. Alls um 500 björg­un­ar­sveit­ar­menn af öllu land­inu tóku þátt verk­efn­inu og á laug­ar­dags­morg­un voru um 300 manns á vett­vangi. Þar af voru um 80 manns á jökl­in­um.

Daniel Markus Hoij.
Daniel Markus Hoij.
Björgunarmenn við leit á Sólheimajökli.
Björg­un­ar­menn við leit á Sól­heima­jökli. mbl.is/​Krist­inn Óaf­sson
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert