Borið hefur á aukinni rítalínnotkun á meðal verðandi mæðra. Neyslan er í takt við þá þróun sem hefur verið í fíkniefnaneyslu hér á landi. Valgerður Lísa Sigurðardóttir, ljósmóðir hjá mæðravernd LSH, segir erfitt að koma auga á neysluna þar sem hún greinist ekki í hefðbundinni mæðraskoðun. Þá er hættan sú að neyslan standi lengur yfir og hafi þar með skaðlegri áhrif á fóstrið en ella.