Sveiflast milli bjartsýni og svartsýni

Það er biðstaða í atvinnulífinu og mikilvægasta verkefnið er að halda sjó og passa vel upp á reksturinn. Almenningur sveiflast fram og til baka á milli bjartsýni og svartsýni.

Þetta kemur fram í Straumum, tímariti sem Capacent gefur út og birt er á vef fyrirtækisins.  Segir þar að stærstu fyrirtæki landsins séu lítið sem ekkert farin að hugsa sér til hreyfings og búa sig undir uppsveiflu í efnahagslífinu. Það séu helst lítil og meðalstór fyrirtæki, sem að einhverju leyti séu farin að undirbúa uppsveiflu.

Þá kemur fram, að við upphaf mælinga Capacent á samfélagsþáttum í byrjun síðasta árs hafi verið hægt að segja að 45% Íslendinga „döfnuðu". Þetta hlutfall hafi haldist svipað fram í október það ár en síðan hafi þróunin verið upp á við og í nýjustu mælingunni falli ríflega 65% Íslendinga í þennan hóp. 

Að sama skapi hafi þeim, sem eru „í basli" fækkað um 20 prósentur. Þeir voru 52% fyrir ári en eru 32% núna.

Capacent segir, að frá upphafi mælinga hafi engu að síður verið ljóst að til staðar sé hópur Íslendinga sem sé í þrengingum, þ.e. telji líf sitt vera slæmt og sjái ekki fram á betri tíma eftir fimm ár. Síðustu misseri hafi 2-7% Íslendinga verið í þessum hópi.

Straumar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert