Varúðarskilti er við Sólheimajökul

Varúðarskiltið við Sólheimajökul
Varúðarskiltið við Sólheimajökul Ljósmynd Arnaldur Halldórsson

Slysavarnafélagið Landsbjörg vill vegna umræðu um varúðarskilti við Sólheimajökul  taka það fram að slíkt skilti er við jökulinn.  Skiltið var sett upp fyrir tveimur árum að frumkvæði og á kostnað Íslenskra fjallaleiðsögumanna í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg.  

Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum er skiltið við bílaplanið upp við Sólheimajökul. Lág snúrugirðing er meðfram bílaplaninu til að beina fólki á einum ákveðnum stíg upp að jöklinum. Skiltið stendur við stíginn og því erfitt að sjá það ekki.   

Í frétt Morgunblaðsins í dag kom fram að við Jökulsá á Sólheimasandi, þar sem ekið er inn að Sólheimajökli, er skilti sem vísar á jökulgöngur. Af því má ráða að á allra færi sé að ganga á jökul, sem þó er alls ekki raunin eins og nýafstaðnar björgunaraðgerðir sanni það vel.

Í fréttinni er ekki minnst á að varúðarskiltið sem sést hér með fréttinni sem sýnir að fólk er varað við því að halda á jökulinn.

Viðvörunarskilti við Sólheimajökul
Viðvörunarskilti við Sólheimajökul
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert