Vilja stofna þjóðgarð á miðhálendinu

Vatnajökull.
Vatnajökull. mbl.is/Rax

Í sam­eig­in­legri um­sögn 13 fé­laga­sam­taka um drög að þings­álykt­un­ar­til­lögu um áætl­un um vernd og ork­u­nýt­ingu landsvæða (ramm­a­áætl­un) er lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhá­lendi Íslands; þjóðgarður sem myndi setja Ísland á heimskortið fyr­ir fram­sýni og áræðni í um­hverf­is­mál­um, eins og seg­ir í um­sögn­inni.

Þeir sem standa að um­sögn­inni stóðu ný­lega fyr­ir skoðana­könn­un sem Capacent Gallup vann fyr­ir þau nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in. 56% aðspurðra voru hlynnt, ein­ung­is 17,8% and­víg og 26,2% tóku ekki af­stöðu. „Fyrsta skref­inu að stofn­un miðhá­lend­isþjóðgarðs er þegar náð með stofn­un Vatna­jök­ulsþjóðgarðs. Næsta skref væri teng­ing hans við fyr­ir­hugaðan Hofs­jök­ulsþjóðgarð og síðan myndu fleiri svæði fylgja í kjöl­farið.


Sú niðurstaða að virkj­ana­hug­mynd­ir á landsvæðum sem nú þegar njóta friðlýs­ing­ar hafi ekki verið tekn­ar með í drög­um að þings­álykt­un­ar­til­lög­unni er mik­ill sig­ur fyr­ir nátt­úru­vernd. Um er að ræða dýr­mæt svæði inn­an Vatna­jök­ulsþjóðgarðs og Friðlands að Fjalla­baki.


Jafn­framt telja sam­tök­in afar mik­ils­vert að til­lag­an geri ráð fyr­ir að dýr­mæt nátt­úru­vernd­ar­svæði eins og Þjórsár­ver, Jök­ulsá á Fjöll­um, efsti hluti Tungna­ár, Markarfljót, Djúpá og Hólmsá, Kerl­ing­ar­fjöll, hluta Hengils­svæðis­ins (Bitra og Grændal­ur), Geys­ir og Gjástykki, auk annarra, verði sett í vernd­ar­flokk. Ný­lega var Langi­sjór friðlýst­ur sem hluti af Vatna­jök­ulsþjóðgarði.


Sterk rök hníga að því að stofnaður verði eld­fjallaþjóðgarður á Reykja­nesskaga og því er lagt til að ákveðnar virkj­un­ar­hug­mynd­ir á svæðinu fær­ist í vernd­ar­flokk. Ekki ólíkt miðhá­lendi Íslands er Reykja­nesskagi ein­stakt svæði á heimsvísu og verðmæti þess ekki síst mikið vegna ná­lægðar við höfuðborg­ar­svæðið. Þá leggja sam­tök­in áherslu á að færa all­ar virkj­un­ar­hug­mynd­ir í Skaft­ár­hreppi í vernd­ar­flokk vegna ein­stakr­ar jarðfræði, nátt­úru og víðerna svæðis­ins.


Til­lög­ur fé­laga­sam­tak­anna fela í sér nokkr­ar til­færsl­ur á virkj­un­ar­hug­mynd­um í bið- og vernd­ar­flokk. Sam­tök­in benda á að vert er að fara hægt í frek­ari ork­u­nýt­ingu. Ork­u­nýt­ing fel­ur iðulega í sér óaft­ur­kræf áhrif á nátt­úru lands­ins og því mik­il­vægt að fara sér hægt, sér­lega þar sem óvissa rík­ir um um­hverf­is­leg, sam­fé­lags­leg og heilsu­fars­leg áhrif. Sam­tök­in minna einnig á að þegar hafi verið ráðist í marg­ar virkj­an­ir með mikl­um áhrif­um á nátt­úru lands­ins. Auk þess er ár­leg þörf á raf­orku­fram­leiðslu til
al­mennr­ar notk­un­ar ein­ung­is rúm­lega 50 GWh2 á ári, en þeirri þörf má auðveld­lega sinna með stór­aukn­um orku­sparnaði og öðrum end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert