Einstökum svínakjötsframleiðendum verður ekki heimilt að framleiða meira en sem nemur 15% af heildarframleiðslu svínaafurða, samkvæmt drögum að frumvarpi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn.
Í athugasemdum með frumvarpinu er vísað til almennra þjóðhagslegra hagsmuna sem varði framtíð íslensku þjóðarinnar.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Karl Axelsson hrl. og dósent við HÍ ekki sjá hvaða rök ættu að verafyrir að grípa sérstaklega inn í þessa atvinnugrein. Einn af eigendum Stjörnugríss, stærsta svínakjötsframleiðandans, gagnrýnir frumvarpið í aðsendri grein í blaðinu í dag.