Íslenskukennska fyrir innflytjendur ekki fullnægjandi

Amal Tamimi á Alþingi í dag.
Amal Tamimi á Alþingi í dag.

Amal Tamimi, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í dag að íslenskukennsla fyrir innflytjendur væri ekki fullnægjandi og úr henni hefði dregið eftir hrun.

Amal hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um málefni innflytjenda og sagði, að ef Íslendingar vildu forðast þau vandamál, sem önnur lönd hefðu lent í, þurfi þeir að einbeita sér að íslenskukennsku og móðurmálskennslu fyrir innflytjendur,

Þá sagði Amal að auka þurfi túlkaþjónustu fyrir innflytjendur. Samkvæmt lögum væri skylda að bjóða túlkaþjónustu hjá læknum og dómstólum en það væri hins vegar ekki í nægilega góðum farvegi.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagðist í umræðunni taka heilshugar undir þessi sjónarmið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert