Landsbyggðarsjúkrahúsum verður lokað

Guðni Ágústsson á fundinum í dag.
Guðni Ágústsson á fundinum í dag. mynd/dfs.is

Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sagði á samstöðufundi með Sogni í Ölfusi, sem haldinn var í Hveragerði í dag, að sjúkrahúsum landsbyggðarinnar yrði lokað með tilkomu hátæknisjúkrahúss í Reykjavík.

Fram kemur á vefnum dfs.is, að Guðni hafi sagt við Magnús Skúlason, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem var á fundinum að hann gæti strax farið að leita sér að nýrri vinnu.

Um 60 manns mættu á fundinn, sem var boðaður af Árna Johnsen, alþingismanni. 

Frétt dfs.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert