Níddust á 13 ára dreng í veiðiferð

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur dæmt fjóra skip­verja á fiski­skipi í skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að beita 13 ára dreng, sem fór í 10 daga veiðiferð með skip­inu, kyn­ferðis­legri áreitni og níðast á hon­um með marg­vís­leg­um hætti.

Einn skip­verj­inn var dæmd­ur í 3 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi, einn í 2 mánaða og tveir í 45 daga skil­orðsbundið fang­elsi. Þeir játuðu sök að hluta en gerðu lítið úr mál­inu og eft­ir ein­um er haft að þetta hafi verið „svona væg bus­un“.

„Fín stemmn­ing"

Þeir lýstu stemm­ing­unni um borð þannig, að hún hefði verið fín. Menn hafi verið að klæm­ast, en það hefði ekki verið neitt al­var­legt. Þá hefðu þeir riðlast hver á öðrum og gjarn­an verið slegið létt í rass þeirra, sem beygðu sig niður en það hafi ekki verið neitt kyn­ferðis­legt.

Einn mann­anna var m.a. sak­felld­ur fyr­ir að bera kyn­færi sín og ota þeim að and­liti drengs­ins þegar fé­lagi hans sagðist ætla að „punga hann“. Ann­ar var sak­felld­ur fyr­ir að láta dreng­inn horfa á klám­mynd. Dreng­ur­inn lýsti því að hon­um hefði þótt mynd­in ógeðsleg og hann hafi reynt að halda fyr­ir eyru sín og kodda fyr­ir and­liti sínu.

Faðir drengs­ins var skip­verji á skip­inu og varð hann vitni að sumu því sem gert var við son hans. Haft er eft­ir hon­um í dómn­um, að hon­um hefði fund­ist hann hafa brugðist drengn­um með því að grípa ekki fyrr inn í en raun bar vitni. Hefði hann verið á sjó í 25 ár og aldrei upp­lifað hegðun eins og hafi tíðkast um borð í þessu skipi.

Hann hefði hins veg­ar verið hrædd­ur um að það kæmi niður á vinnu hans um borð ef hann myndi gera eitt­hvað og benti á að einn hinna ákærðu væri ná­skyld­ur skip­stjór­an­um og ann­ar besti vin­ur hans.

Niður­lægður með orðum og gerðum

Í dómn­um, sem fjöl­skipaður héraðsdóm­ur kvað upp, er m.a. vísað í vott­orð sál­fræðings þar sem seg­ir, að sjó­ferðin hafi tekið veru­lega á dreng­inn. Hann hafi verið sjó­veik­ur all­an tím­ann og grín gert að hon­um vegna þess. Hann hafi verið niður­lægður með orðum og gerðum og hann hafi þurft að þola ýmsa áreitni sem hafi bæði meitt hann, niður­lægt og gert hann veru­lega hrædd­an, jafn­vel um líf sitt. Hann hafi stöðugt þurft að vera á varðbergi og viðbú­inn hverju sem væri, en það væru mjög kvíða­vekj­andi aðstæður.

Hann hafi upp­lifað al­gert hjálp­ar­leysi þar sem hann hafi ekki ráðið lík­am­lega við skip­verj­ana og verið hætt­ur að bú­ast við því að ein­hver kæmi hon­um til bjarg­ar þar sem þeir hefðu all­ir brugðist hon­um að því leyti. 

Í tveim­ur til­vik­um hafi dreng­ur­inn orðið veru­lega hrædd­ur. Ann­ars veg­ar þegar hann hafi haldið að hon­um yrði nauðgað og hins veg­ar þegar hon­um hafi verið haldið á hvolfi út fyr­ir borðstokk skips­ins. Sú upp­lif­un að trúa því eitt augna­blik að maður sé hugs­an­lega að fara að deyja eða al­var­lega lim­lest­ur geti haft langvar­andi og al­var­leg­ar sál­ræn­ar af­leiðing­ar í för með sér. Sú upp­lif­un sé t.d. for­senda grein­ing­ar áfall­a­streiturösk­un­ar.

Fyr­ir dómi sagði sál­fræðing­ur­inn, að drengn­um hafi liðið mjög illa og þess­ir at­b­urðir hafi haft mik­il áhrif á hann. Dreng­ur­inn væri mjög al­vöru­gef­inn og ábyrgðarfull­ur miðað við ald­ur og hafi ríka rétt­lætis­kennd. 

Dreng­ur­inn hefði orðið fyr­ir mikl­um von­brigðum með að eng­inn hjálpaði hon­um og hann hafi átt erfitt með til­finn­ing­ar sín­ar gagn­vart föður sín­um sem hafi verið áhorf­andi. Til­finn­ing­ar og mik­il van­líðan drengs­ins komi heim og sam­an við að hann hafi orðið fyr­ir þess­um brot­um. Einnig  sagði sál­fræðing­ur­inn, að drengn­um hafi fund­ist að ef ekk­ert yrði gert í mál­inu þá væri eins og hann væri einskis virði. Það skipti hann því máli að vera trúað.    

Auk fang­els­is­dóm­anna voru fjór­menn­ing­arn­ir dæmd­ir til að greiða sak­ar­kostnað, 672 þúsund krón­ur.

Kann­ast ekki við bus­an­ir á skip­um

Dóm­ur Héraðsdóms Reykja­ness

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert