Of margir sem ekki hlusta

Erfitt er að koma upplýsingum um hættur til þeirra sem …
Erfitt er að koma upplýsingum um hættur til þeirra sem ferðast hingað til lands á eigin vegum. mbl.is/Eggert

Í fyrra urðu sjö banaslys í ferðaþjónustu hér á landi, 136 banaslys teljast á árabilinu 2000-2010. Flestir létust í umferðarslysum en næstflestir við útivist eða afþreyingu samkvæmt tölum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Að meðaltali hefur rúmlega eitt banaslys átt sér stað í ferðaþjónustunni á mánuði síðustu tíu ár. Í kjölfarið á banaslysinu sem varð á Sólheimajökli í síðustu viku hafa margir velt fyrir sér öryggi ferðamanna hér á landi og hvernig upplýsingum um hættur náttúrunnar er komið til þeirra.

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það sé alltaf að verða erfiðara og erfiðara að koma upplýsingum til ferðamanna því í dag er svo hátt hlutfall sem kemur hingað á eigin vegum. „Þegar fólk er á eigin vegum þarf að treysta því að það sæki sér upplýsingar. Það er aðalíhugunarefnið hvernig hægt er að koma þessum upplýsingum til allra, sama hvernig þeir koma til landsins,“ segir Erna. „Áhyggjuefnið og vandinn eru ferðamenn sem hvorki hlusta né fara eftir ráðum. Þeir virðast vera allt of margir og hópur sem er mjög erfitt að ná til. Við erum alltaf að velta fyrir okkur hvernig er hægt að vekja fólk til vitundar um hversu hættulegt Ísland getur verið.“

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að samtök ferðaþjónustunnar vinni nú, ásamt fleirum, að gerð frumvarps að nýjum lögum um skipan ferðamála þar sem gerðar eru mun ríkari öryggiskröfur til ferðaskipuleggjenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert