Amal Tamimi, varaþingmaður Samfylkingar, flytur sína fyrstu ræðu á Alþingi í dag þegar fram fer sérstök umræða um málefni innflytjenda. Fyrir svör verður Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Amal Tamimi er framkvæmdastýra Jafnréttishúss. Hún er einn af stofnendum Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Hún varð íslenskur ríkisborgari árið 2002 en hún flutt til Íslands frá Palestínu árið 1995. Amal er sex barna móðir. Hún er með BA próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands.