Ultu í lausamöl á Dettifossvegi

Dettifossvegur eystri hefur löngum verið leiðinlegur yfirferðar og margir ökumenn …
Dettifossvegur eystri hefur löngum verið leiðinlegur yfirferðar og margir ökumenn farið flatt í lausamölinni.

Bíll valt í lausamöl á Dettifossvegi eystri um miðjan dag í dag. Erlendir ferðamenn, ungt par, voru þar á ferð á bílaleigubíl sínum. Bíllinn fór eina og hálfa veltu og er mikið skemmdur, en parið slapp nær ómeitt.

Að sögn lögreglunnar á Húsavík hafa fjölmörg óhöpp orðið á þessum vegi, aðallega bílveltur hjá erlendum ferðamönnum sem eru óvanir malarvegum. Sjúkrabíll fór á vettvang í dag og sjúkraflutningsmenn huguðu að parinu. Við nánari athugun reyndust þau ómeidd en nokkuð skelkuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert