Var fráskilin án þess að vita það

Amal Tamimi.
Amal Tamimi.

Amal Tamimi, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi sögu af konu, innflytjanda sem hefði verið skráð fráskilin, án þess að vita af því.

Þetta kom fram í umræðu um málefni innflytjenda, sem Amal hóf á Alþingi í dag. Amal lagði m.a. áherslu á nauðsyn þess að að setja lög um rétt erlends fólks um túlkaþjónustu hjá sýslumannsembættum á Íslandi en dæmi væru um að konur af erlendum uppruna hefðu skrifað undir skjöl án þess að vita hvað þær væru að skrifa undir.

Amal sagði að kona, sem sætti ofbeldi af hálfu manns síns, hefði farið til félagsráðgjafa til að spyrja hann hvernig hún gæti sótt um skilnað. Þegar félagsráðgjafinn fletti konunni upp í þjóðskrá sást  að konan var þar skráð fráskilin.

Í ljós kom, að eiginmaður konunnar hafði þóst ætla að kaupa bíl og sagt henni, að hún þyrfti að skrifa undir skjöl vegna þessa. Hjónin fóru saman með skjölin til sýslumanns en konan vissi ekki hvar hún var eða hvað hún var að skrifa undir.

„Þetta nýlega dæmi endaði þannig að hún var að skilja við manninn sinn án þess að vita það og hann býr ennþá með henni," sagði Amal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert