Reykjavíkurborg hefur komið fyrir yfirbyggðu og færanlegu hjólastæði á Geirsgötuplaninu. Þar geta hjólreiðamenn lagt hjólum sínum í skjóli og læst þeim við þar til gerðar hjólagrindur.
Hjólaskúrinn var útbúinn af umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Önnur langhlið vörugáms var söguð úr og gámurinn síðan málaður og merktur. Verður hjólaskýlið notað til að prófa staðsetningar í borginni og einnig til að sjá hvort Reykvíkingum líki að skilja hjólin sín eftir í svona skýli. Ef hið færanlega hjólaskýli verður mikið notað verður skoðað að reisa varanleg skýli á fjölförnum stöðum, segir í tilkynningu frá borginni.