Yfirbyggt hjólastæði

Hið færanlega hjólastæði á Geirsgötuplaninu
Hið færanlega hjólastæði á Geirsgötuplaninu

Reykja­vík­ur­borg hef­ur komið fyr­ir yf­ir­byggðu og fær­an­legu hjóla­stæði á Geirs­götuplan­inu. Þar geta hjól­reiðamenn lagt hjól­um sín­um í skjóli og læst þeim við þar til gerðar hjóla­grind­ur.

Hjóla­skúr­inn var út­bú­inn af um­hverf­is- og sam­göngu­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar. Önnur lang­hlið vör­ugáms var söguð úr og gám­ur­inn síðan málaður og merkt­ur. Verður hjóla­skýlið notað til að prófa staðsetn­ing­ar í borg­inni og einnig til að sjá hvort Reyk­vík­ing­um líki að skilja hjól­in sín eft­ir í svona skýli. Ef hið fær­an­lega hjóla­skýli verður mikið notað verður skoðað að reisa var­an­leg skýli á fjöl­förn­um stöðum, seg­ir í til­kynn­ingu frá borg­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert