Hanna Birna Kristjánsdóttir nýtur stuðnings 61,4% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins en Bjarni Benediktsson nýtur stuðnings 38,6% stuðningsmannanna samkvæmt könnun, sem MMR hefur gert fyrir Viðskiptablaðið og birt er á vef blaðsins.
Í könnuninni voru þeirm, sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, spurðir hvoru þeirra Hönnu Birnu eða Bjarna þeir treystu betur til að gegna embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.
Í samskonar könnun, sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið og birt var í okt´boer sögðust 70,3% styðja Hönnu Birnu en 29,7% sögðust styðja Bjarna.
Fram kemur á vef Viðskiptablaðsins að stuðningur við Hönnu Birnu er mestur í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára og meðal vélafólks og ófaglærðra. Bjarni nýtur meiri stuðnings en Hanna Birna meðal bænda og sjómanna.