Efla nágrannavörslu í Kjós

Blíðviðri í Kjósinni í sumar.
Blíðviðri í Kjósinni í sumar. mbl.is/kaffikjos.is

Nokkuð var um innbrot í sumarbústaði í Kjósárhreppi á árinu en vel hefur tekist að upplýsa þessi sömu mál. Kjósverjar, líkt og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu, eru vel meðvitaðir um ágæti nágrannavörslu og ætla sér að efla hana ef eitthvað er, segir í tilkynningu lögreglu eftir fund lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu með lykilfólki í hreppnum.

Var fundurinn hluti af fundaherferð lögregluembættisins í umdæminu. Aðaltilgangur fundarins var að fara yfir stöðu mála og kynna tölfræði um þróun brota í hreppnum og var það fljótgert, segir lögreglan.

„Kjósverjar hafa blessunarlega að mestu verið lausir við innbrot á heimili en sumarhúseigendur á svæðinu hafa ekki sloppið alveg jafn vel. Það var Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri á lögreglustöð 4, sem fór yfir tölfræðina og sat fyrir svörum ásamt vaskri sveit manna frá LRH. Árni Þór hefur aðsetur á Krókhálsi 5b í Reykjavík en frá lögreglustöðinni þaðan er sinnt löggæslu í Árbæ, Norðlingaholti, Grafarholti, Grafarvogi, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Eitt og annað var rætt á fundinum en á meðal þess var dýraníð, en slík mál komu upp í Kjósarhreppi á árinu. Í haust var tilkynnt um samskonar mál í Kópavogi en ekki er vitað hvort þau tengjast. Fólk var eðlilega slegið óhug en málin eru enn óupplýst," segir í frétt lögreglunnar frá fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert