Fleiri vilja hætta við umsókn

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og Stefáni …
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og Stefáni Hauki Jóhannessyni aðalsamningamanni. mbl.is/Utanríkisráðuneytið

Samkvæmt viðhorfskönnun sem MMR gerði fyrir vefinn Andríki vilja 50,5% landsmanna draga umsókn um aðild að ESB til baka, 35,3% vilja halda umsókninni til streitu en 14,2% voru hvorki fylgjandi því né andvíg að draga umsókn til baka.

Könnunin var gerð dagana 10. til 14. nóvember sl. Svarendur voru 879 manns. Spurt var:

Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka?“

Andríki.is vekur sérstaka athygli á því að hér sé spurt umyrðalaust um afstöðu manna til málsins en ekki hengt við einn svarkostinn að honum fylgi hugsanleg þjóðaratkvæðagreiðsla, líkt og Fréttablaðið geri í könnunum sínum um sama efni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert