Fleiri vilja hætta við umsókn

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og Stefáni …
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og Stefáni Hauki Jóhannessyni aðalsamningamanni. mbl.is/Utanríkisráðuneytið

Sam­kvæmt viðhorfs­könn­un sem MMR gerði fyr­ir vef­inn And­ríki vilja 50,5% lands­manna draga um­sókn um aðild að ESB til baka, 35,3% vilja halda um­sókn­inni til streitu en 14,2% voru hvorki fylgj­andi því né and­víg að draga um­sókn til baka.

Könn­un­in var gerð dag­ana 10. til 14. nóv­em­ber sl. Svar­end­ur voru 879 manns. Spurt var:

Hversu fylgj­andi eða and­víg(ur) ertu því að ís­lensk stjórn­völd dragi um­sókn um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu til baka?“

And­ríki.is vek­ur sér­staka at­hygli á því að hér sé spurt umyrðalaust um af­stöðu manna til máls­ins en ekki hengt við einn svar­kost­inn að hon­um fylgi hugs­an­leg þjóðar­at­kvæðagreiðsla, líkt og Frétta­blaðið geri í könn­un­um sín­um um sama efni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert