Mikil blíða á Héraði

Sólin speglaðist á Urriðavatni á Héraði í dag.
Sólin speglaðist á Urriðavatni á Héraði í dag. mbl.is/Benóný Jónsson

Mikil veðurblíða hefur verið áfram víða um land í dag, m.a. austur á Héraði þar sem meðfylgjandi mynd var tekin og sést vel hvernig sólarlagið speglaðist í Urriðavatni. Mestur hiti á landinu í dag mældist einmitt á Austfjörðum, eða 12 gráður á Seyðisfirði.

Af öðrum veðurstöðvum má nefna að hitinn fór mest í 11,9 stig í Hvammi og 11,8 stig á Gufuskálum. Á Tindfjöllum fór hitinn í 10 gráður, 9,8 stig á Vatnsskarði eystra og 9,1 stig á Öxnadalsheiði, svo fleiri dæmi séu tekin.

Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir hlýju og vætusömu veðri. Víða verður súld eða rigning sunnan- og vestanlands í fyrstu, annars úrkomulítið en þokuloft austantil. Vaxandi austanátt suðaustantil í fyrramálið og rigning sunnanlands en hæg austlæg eða breytileg átt og þurrt að mest nyrðra. Hiti verður víða 6 til 12 stig en 3 til 10 á morgun, mildast syðst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert