Hópur mótmælenda kom saman við sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg um kl. 10 í morgun þar sem þeir krotuðu með krítum á gangstéttina við húsið. Lögregla var kölluð á staðinn og hún bað mótmælendurna til að færa sig.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um fámennan hóp mótmælenda að ræða. Tveir lögreglumenn voru sendir á staðinn. Þeir ræddu við mótmælendurna og báðu þá um færa sig af umræddri gangstétt og halda sig í ákveðinni fjarlægð frá sendiráðinu.
Ekki kom til neinna átaka.