Brown skrifar á vef Landsbankans

Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Landsbankinn hefur opnað nýjan umræðuvef á landsbankinn.is sem ber heitið Umræðan. Fram kemur í tilkynningu að bankinn vilji með þessu skapa vettvang fyrir gagnrýna og faglega umræðu um efnahags- og fjármál. Athygli vekur að Gordon Brown er á meðal þeirra sem munu birta greinar á vefnum.

Brown var forsætisráðherra Bretlands þegar íslensku bankarnir hrundu haustið 2008. Hann stóð m.a. fyrir því að bresk stjórnvöld beittu Ísland hryðjuverkalögum til að frysta eignir bankanna.

Fyrr á þessu ári sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali bandaríska blaðið Wall Street Journal, að Brown ætti að biðja Íslendinga afsökunar á framkomu sinni í garð þeirra í bankahruninu í október 2008.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að það sé von forsvarsmanna bankans að með opinni og málefnalegri rökræðu skapist grundvöllur fyrir því að endurheimta traust á fjármálakerfinu. Markmiðið sé að til verði lifandi vettvangur fyrir umfjöllun og mikilvægur viðkomustaður fyrir þá sem vilja fylgjast með umræðu um efnahagsmál.

Nánar um umræðuvef Landsbankans.



Höfuðstöðvar Landsbankans í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Landsbankans í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert