Byko hefur stefnt Baldri Björnssyni, framkvæmdastjóra Múrbúðarinnar, og sömuleiðis Múrbúðinni sjálfri fyrir meiðyrði.
Málsatvik eru þau að Baldur skrifaði grein í Morgunblaðið í júní 2010, „Byggingavörur á líknardeild bankanna", sem Baldur hélt því meðal annars fram að Byko væri í gjörgæslu hjá Arion banka og skuldaði samtals 64 milljarða.
Samkvæmt heimildum mbl.is hljóðar skaðabótakröfur Byko á hendur Baldurs og Múrbúðinni upp á nokkra tugi milljóna.
„Ég er í rauninni ekki að segja neitt annað í þessari grein en það sem kom fram í rannsóknarskýrslu Alþingis,“ segir Baldur í samtali við mbl.is. Baldur bætir við að hann sé furðulostinn af skaðabótakröfum eigenda Byko enda séu upphæðirnar sem þær hljóða upp á án allra fordæma.