Vélræn enska í ræðustóli Alþingis

Helgi Hjörvar með símann.
Helgi Hjörvar með símann.

Vélræn rödd, sem talaði ensku heyrðist úr ræðustóli Alþingis í dag, degi íslenskrar tungu. 

Skýringin var sú, að Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tók upp farsíma sinn í ræðustólnum og gerði að umtalsefni að síminn talaði aðeins ensku.

Sagði Helgi, að því miður hefðu Íslendingar slegið slöku við að þróa tungutæknina og nýjustu tæki væru ekki þannig úr garði gerð að þau tali íslensku. Einnig hefði ný raddstýringartækni ekki verið þróuð fyrir íslensku. Slíkt yrði ekki gert nema settir verði fjármunir til þess verks.

„Ef tækin og tæknin gera þá kröfu að töluð sé enska við þau og þau tali ensku við nýjar kynslóðir mun það auðvitað bitna á okkar ástkæra ylhýra tungumáli," sagði Helgi og hvatti til þess að málið yrði sett í öndvegi.

„Fifteen-sixteen," sagði síminn. „Doublecheck".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert