Þingfundur var settur á Alþingi klukkan tíu í morgun. Stjórnarandstaðan hafði boðað forföll í mótmælaskyni vegna dagskrár þingsins, en til stendur að taka fyrir atkvæðagreiðslu um fjáraukalög. Af stjórnarandstöðuþingmönnum voru Siv Friðleifsdóttir og Höskuldur Þórhallsson, þingmenn Framsóknarflokks, mætt í þingsal.
Þá tilkynnti Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, væri staddur erlendis og vegna þess væri kallaður inn varamaður hans. Þingmenn eru því nægilega margir til að þingfundur geti farið fram.
Fyrsta mál þingfundarins er atkvæðagreiðsla um fjáraukalög. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að sækja þingfundinn vegna óánægju með að hafa ekki fengið nægan tíma til að kynna sér gögn sem varða sölu á eignarhlut ríkisins í Byr og SpKef.
Samkvæmt þingsköpum er þingmenn skylt að sækja þingfundi.