Verð á dísilolíu hækkaði í dag um tæpar þrjár krónur lítrinn hjá N1 og Olís.
Kostar olíulítrinn í sjálfsafgreiðslu nú 244,70 krónur hjá þessum félögum en algengt verð hjá öðrum félögum er 241,90 krónur lítrinn.
Algengt verð á bensínlítra hjá olíufélögunum er 229,70 krónur en verð á bensíni hefur ekki breyst í nokkurn tíma.