Gert að greiða bankanum 76 milljónir

Hæstirétt­ur hef­ur dæmt mann til að greiða Lands­bank­an­um 76 millj­ón­ir króna en bank­inn krafði hann um greiðslu skuld­ar vegna inni­stæðulausra færslna á banka­reikn­ingi manns­ins. 

Í niður­stöðu Héraðsdóms Suður­lands, sem staðfest var í Hæsta­rétti, seg­ir m.a. að í reikn­ings­yf­ir­lit­um, sem maður­inn bæri ekki brigður á að hafa fengið, væru ákvæði þess efn­is að at­huga­semd­ir óskuðust gerðar inn­an 20 daga frá viðtöku yf­ir­lits­ins, ann­ars teld­ist reikn­ing­ur­inn rétt­ur. Var mann­in­um því gert að greiða Landa­bank­an­um skuld­ina.

Maður­inn skaut mál­inu til Hæsta­rétt­ar í mars sl. og krafðist þess að hann yrði sýknaður af kröfu bank­ans, en til vara að kraf­an verði lækkuð.

Fyr­ir Hæsta­rétti hélt maður­inn því fram að hon­um hefðu ekki borist yf­ir­lit yfir inn- og út­borg­an­ir af reikn­ingn­um á ár­inu 2007. Þar sem þessi máls­ástæða hafði ekki verið höfð uppi af hans hálfu í héraði varð ekki litið til henn­ar við úr­lausn máls­ins fyr­ir Hæsta­rétti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert