Í verslunarferð til Mílanó fyrir kreppu

Frá tískusýningu í Mílanó á Ítalíu.
Frá tískusýningu í Mílanó á Ítalíu. Reuters

Gagnrýnandi bandaríska tímaritsins The New York Review of Books segir að í hans huga sé hápunktur fáránleikans fyrir fjármálakreppuna, þegar íslensk þjónustustúlka sagði honum að hún hefði verið vön að skreppa í verslunarferðir til Mílanó með vinum sínum.

John Lanchester fjallar í tímaritinu um bókina  Boomerang: Travels in the New Third World, eftir Michael Lewis, sem fjallar um fjármálaheiminn fyrir fjármálakreppuna og lýsir og stærstu loftbólunum í honum um heim allan, þar á meðal á Íslandi.

Lanchester segir, að þeir sem hafi fylgst með þróun mála hafi væntanlega búið sér til einhvern mælikvarða fyrir það óhóf, sem leiddi til fjármálahrunsins.  

„Ég fann minn á Íslandi þegar ég talaði við þjónustustúlku á kaffihúsi sumarið 2009, um 8 mánuðum eftir að gengi krónunnar hrundi og landið varð í raun gjaldþrota vegna skulda sem ofvaxnir bankar höfðu hlaðið upp.

Ég spurði hana hvað hefði breyst eftir hrunið. „Jú," sagði hún. „Ég ætla að fara með vinum mínum um helgina í tjaldútilegu." 

„Hefur það eitthvað breyst frá því fyrir hrun?" spurði ég. „Við vorum vön að fara með flugvél til Mílanó og versla," hefur Lanchester eftir þjónustustúlkunni.

Hann segir að eftir þetta hafi hann búið sér til eigin 0-10 skala yfir fáránlega hegðun fyrir fjármálakreppu. 0 sé alger fjármálaleg fyrirhyggja en 10 sé að þjónustustúlka í Reykjavík hafi talið það eðlilegt að hún hefði efni á að skreppa í helgarferðir til Mílanó til að versla. 

Greinin í The New York Review of Books

Hlegið að Íslendingum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka