Landsfundur hafinn

Bjarni Benediktsson flytur setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson flytur setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Fertugasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Laugardalshöll en  Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, er að flytja setningarræðu sína.

Sagði Bjarni í upphafi ræðunnar, að sjálfstæðismenn mættu til fundarins fundar fullir af eldmóði og tilhlökkun, því að verkefni þeirra sé að skerpa þá stefnu, móta þá sýn og leggja drög að þeim verkum sem þeir vissu að verði Íslandi til heilla. Allt sé það starf reist á sjálfstæðisstefnunni, hinni göfugu, og sönnu hugsjón um frelsi einstaklingsins.

Hægt er að fylgjast með ræðunni beint á vef mbl.is.

Fjölmenni er í Laugardalshöll þar sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins er að …
Fjölmenni er í Laugardalshöll þar sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins er að hefjast. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert