Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag

Frá síðasta landsfundi sjálfstæðismanna.
Frá síðasta landsfundi sjálfstæðismanna. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Fer­tug­asti lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins hefst í dag með ræðu for­manns flokks­ins, Bjarna Bene­dikts­son­ar. Stærsta verk­efni fund­ar­ins er að kjósa formann, en Bjarni og Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, sækj­ast eft­ir kjöri.

Fund­ur­inn fer fram í Laug­ar­dals­höll. Ræða Bjarna hefst kl. 16:30. Fyr­ir fund­in­um liggja drög að fjöl­mörg­um álykt­un­um, en þau hafa verið birt á vef flokks­ins. Á morg­un verður kynnt skýrsla framtíðar­nefnd­ar flokks­ins. Á sunnu­dag verður for­ysta flokks­ins kjör­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka