Fertugasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag með ræðu formanns flokksins, Bjarna Benediktssonar. Stærsta verkefni fundarins er að kjósa formann, en Bjarni og Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækjast eftir kjöri.
Fundurinn fer fram í Laugardalshöll. Ræða Bjarna hefst kl. 16:30. Fyrir fundinum liggja drög að fjölmörgum ályktunum, en þau hafa verið birt á vef flokksins. Á morgun verður kynnt skýrsla framtíðarnefndar flokksins. Á sunnudag verður forysta flokksins kjörin.