Í nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir samtökin Sterkara Ísland, vildu 53,1% þeirra sem tóku afstöðu, halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram og taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta kemur fram í Fréttatímanum, sem kemur út á morgun en blaðið er komið á netið.
46,9% sögðust vilja slíta aðildarviðræðunum við ESB.
Í könnun, sem MMR gerði fyrir Andríki og sagt var frá á mbl.is í gærkvöldi, sögðust 50,5% vilja draga aðildarumsóknina til baka en 35,3% vildu halda umsókninni til streitu. 14,2% voru hvorki fylgjandi því né andvíg að draga umsókn til baka.