Minni húsnæðiskostnaður hér

Mánaðarleg út­gjöld ís­lenskra heim­ila vegna hús­næðis sem hlut­fall af ráðstöf­un­ar­tekj­um eru lægri en í mörg­um öðrum Evr­ópu­lönd­um.

Ný­verið birti Hag­stofa Íslands lífs­kjara­rann­sókn á stöðu ís­lenskra heim­ila en rann­sókn­in er hluti af sam­ræmdri rann­sókn Evr­ópu­sam­bands­ins um lífs­kjör í álf­unni. Fjallað er um rann­sókn­ina í Markaðspunkt­um grein­ing­ar­deild­ar Ari­on-banka.

Þrátt fyr­ir að hlut­fall heim­ila, sem eiga tals­vert erfitt með að ná sam­an end­um, hafi hækkað í kjöl­far hruns­ins þá er staða Íslands í evr­ópsk­um sam­an­b­urði enn frem­ur góð.

Evr­ópu­meist­ar­ar í van­skil­um hús­næðislána

Helst er að merkja að Ísland hef­ur færst fjær frá frænd­um sín­um á Norður­lönd­um eft­ir efna­hags­hrunið. Hins veg­ar má benda á að  hlut­fall heim­ila á Íslandi sem eiga vart fyr­ir grunnút­gjöld­um hef­ur verið hærra en á Norður­lönd­un­um í a.m.k. 7 ár.

At­hygli vek­ur þó að Íslend­ing­ar virðast vera Evr­ópu­meist­ar­ar í van­skil­um hús­næðislána, en við höf­um vermt efstu sæt­in í van­skil­um í Evr­ópu um nokk­urt skeið.

Ef litið er á hlut­fall þeirra (evr­ópska rann­sókn­in) sem eru verst stadd­ir og eru flokkaðir niður í þrjá hópa, þ.e. þeir sem eiga nokkuð erfitt (vont), erfitt (verra) eða mjög erfitt (verst) með að ná end­um sam­an í mánuði hverj­um þá er ljóst að hlut­fall ís­lenskra heim­ila sem búa við kröpp kjör hef­ur farið hækk­andi á síðustu 2-3 árum. Þó vek­ur at­hygli að árið 2010 var hlut­fallið svipað og árið 2004 en þá áttu tæp­lega 50% heim­ila erfitt með að ná end­um sam­an.

Ef litið er til annarra Evr­ópu­landa ligg­ur fyr­ir að Íslend­ing­ar standa bet­ur en meðaltalið. Heim­ili í Norður-Evr­ópu eru hins veg­ar í tals­vert betri mál­um en heim­ili í suður- og miðhluta álf­unn­ar. Meðal Norður­land­anna hef­ur hlut­fall þeirra heim­ila sem eiga í mikl­um erfiðleik­um með að ná end­um sam­an verið á bil­inu 2-4% á ára­bil­inu 2004-2010. Á Íslandi fór þetta hlut­fall lægst í 5-6% á ár­un­um 2005-2008, þegar mesta upp­sveifl­an var hér á landi. Í dag eru rúm­lega þris­var sinn­um fleiri heim­ili á Íslandi í mikl­um erfiðleik­um með að standa und­ir út­gjöld­um en á hinum Norður­lönd­un­um,  seg­ir í Markaðspunkt­um grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert