Ný skjálftahrina hófst í Henglinum á miðnætti, en skjálftana má rekja til niðurdælingar í borholu Orkuveitu Reykjavíkur við Hellisheiðarvirkjun.
Samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands hafa mælst yfir 100 skjálftar frá miðnætti. Allir eru þeir smáir og aðeins einn var stærri en 2.