Dísilolían orðin 15 kr. hærri en bensín

mbl.is/Friðrik

Verð á dísilolíu hækkaði í gær um þrjár krónur á lítra hjá N1, Olís og Skeljungi og nemur verðmunur á dísilolíu og 95 oktana bensíni nú 15 krónum á hvern lítra.

Olíulítrinn stóð í kr. 244,70 í sjálfsafgreiðslu hjá félögunum í gær en hjá Atlantsolíu og ÓB 241,40 og 10 aurum minna hjá Orkunni. Algengt verð á bensíni er kr. 229,70 og munurinn því orðinn heilar 15 krónur.

Yfirleitt hefur verið talið hagstæðara að vera á dísilknúnum bíl en aðspurður segir Runólfur Ólafsson hjá FÍB orðið ljóst að þegar verðmunurinn er orðinn þetta mikill séu þeir ekki hagkvæmari eins og forsendurnar eru núna, þrátt fyrir að vera eyðslugrennri en bensínbílar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert