Geir H. Haarde með ávarp á morgun

Geir H. Haarde ásamt eiginkonu sinni, Ingu Jónu Þórðardóttur, á …
Geir H. Haarde ásamt eiginkonu sinni, Ingu Jónu Þórðardóttur, á landsfundinum í gær. Morgunblaðið/Ómar

Tilkynnt var um það á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir hádegi í dag að Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins, muni halda ávarp um klukkan 14 á morgun, áður en kemur að ræðum frambjóðenda til formanns og varaformanns. Ávarp Geirs er ekki á formlegri dagskrá landsfundarins.

Ekki var greint frá því formlega hver efnistök Geirs verða, en hvíslað á milli landsfundagesta að landsdómsmálið muni vega þar þungt.

Ræður frambjóðenda til formanns og varaformanns hefjast svo um klukkan 16, en þær marka lok þriðja dags landsfundarins, ef frá er talið landsfundahóf um kvöldið. Klukkan 14 á sunnudag fer svo fram kosning formanns og varaformanns.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert