Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að álagningarhlutfall útsvars yrði óbreytt á árinu 2012 frá þessu ári, þ.e. 13,66%.
Í tilkynningu frá bænum segir að útsvarshlutfallið í Garðabæ hafi á þessu ári verið lægst allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og sé með því lægsta sem gerist á landinu.
Meðalútsvar sveitarfélaga á yfirstandandi ári er 14,41%.