Öðrum leyft að fjárfesta hér

Þorskur á markaði í Skotlandi.
Þorskur á markaði í Skotlandi. Reuters

Kol­beinn Árna­son, formaður samn­ings­hóps um sjáv­ar­út­vegs­mál við Evr­ópu­sam­bandið, seg­ir að ljóst sé að ef Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið verði borg­ur­um annarra ríkja ESB heim­ilt að fjár­festa í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um á Íslandi en hægt er að krefjast þess að eig­end­ur út­gerða hafi efna­hags­leg tengsl við það ríki sem út­hlut­ar þeim afla­heim­ild­um.

Eins er ljóst að Ísland myndi glata samn­ings­um­boðinu við þriðja ríki og alþjóðastofn­an­ir þar sem Evr­ópu­sam­bandið færi með það umboð fyr­ir hönd Íslands, að sögn Kol­beins, en hann fjallaði um aðild­ar­viðræðurn­ar við ESB á fundi Viðskiptaráðs Íslands í morg­un. Hann seg­ir að viðræður standi enn yfir og það sé stefn­an hjá ESB að fela aðild­ar­ríkj­un­um meira sjálf­stæði í ákv­arðana­töku.

Kol­beinn seg­ir að mark­mið Íslands í sjáv­ar­út­vegs­mál­um séu svipuð þeim sem uppi eru hjá Evr­ópu­sam­band­inu, að tryggja hag sjáv­ar­byggða, tryggja hag neyt­enda, við ætl­um að veiða sem mest og við ætl­um að vernda auðlind­ina.

Hann seg­ir að mun­ur­inn á milli Íslands og ESB sé sá að sjáv­ar­út­veg­ur­inn á Íslandi er at­vinnu­grein sem stend­ur und­ir sér sjálf og ekki bara það held­ur stend­ur hann und­ir stór­um hluta ís­lensks efna­hags­lífs. „Því höld­um við því fram full­um fet­um að við höf­um náð miklu betri ár­angri held­ur en ESB í sjáv­ar­út­vegs­mál­um," seg­ir Kol­beinn og því sé óþarfi að laga ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg að verra kerfi held­ur en við búum við. Hann seg­ir að Íslend­ing­ar hafi kannski ekki náð neinni full­komn­un á þessu sviði en það sé al­veg ljóst að ís­lenska kerfið er betra held­ur en kerfið hjá ESB.

Að sögn Kol­beins hef­ur ESB meðal ann­ars horft til þess hvernig afstaða Íslend­inga sé varðandi brott­kast og stefn­an sé að fara í sömu átt og Íslend­ing­ar, að banna brott­kastið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert