Of skammur tími

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi.

Meirihluti þeirra landsfundagesta Sjálfstæðisflokksins sem tóku til máls í umræðum um skýrslu framtíðarnefndar flokksins töldu hana hafa komið of seint fram og of lítill tími sé til að skoða þær í kjölinn og samþykkja á landsfundi. Allir fögnuðu þó starfi nefndarinnar.

Almennt töldu menn margt gott í skýrslunni en einnig hlutir sem þurfi að kafa vel ofan í. Meðal annars var rætt um landsfundarformið, en í skýrslunni á að opna hann fyrir öllum flokksfélögum. Flestir þeir sem tóku til máls vildu einhverjar takmarkanir á fjöldanum, en endurskoða mætti hann. Þá þurfi að passa að það séu sjálfstæðismenn með bakgrunn innan flokksins sem fundinn sækja.

Einnig nefndi einn landsfundargesta að hann saknaði að sjá í skýrslunni tillögu um allir flokksmenn gætu tekið þátt í kosningu um formann og varaformann.

Kristján Þór varði í lokin tillögur í skýrslunni, m.a. með opnun landsfundar. Hann sagði að þeim mun fleiri sjálfstæðismenn komi saman á landsfund. Þeim mun meiri kraftur. Þá benti hann á að drögin að skýrslunni hefðu legið fyrir í góðan tíma. „Menn óttast það að mæta nýjum tímum,“ sagði Kristján og skoraði á fundargesti að taka tillögunum fagnandi og samþykkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert