Lögreglan á Vestfjörðum skilaði fíkniefnaleitarhundinum vegna fjárskorts

Leitarhundurinn Dollar.
Leitarhundurinn Dollar.

Lögreglan á Vestfjörðum skilaði fíkniefnaleitarhundi sínum, Dollar, suður til embættis ríkislögreglustjóra fyrir tveimur dögum.

Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, staðfestir þetta. Hann segir einfaldlega of dýrt að halda hundinn. Hann þurfi að hafa manninn með sér og fyrir það þurfi að greiða aukaþóknun, enda mikil vinna falin í umsjánni.

Önnur embætti á landsbyggðinni hafa haldið sínum hundum og þar eru nú sjö fíkniefnaleitarhundar: í Borgarnesi, á Blönduósi, Akureyri, Eskifirði, Selfossi, Suðurnesjum, Vestfjörðum og Vestmannaeyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert