Snjallsímar í umferðinni

Að kanna ekki þátt símnotkunar í umferðaróhappi jafnast á við að útiloka ölvunarakstur ef ekki er opin flaska í bílnum. Þetta segir Einar Magnús Magnússon, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu.

Notkun snjallsíma í umferðinni segir hann vera mikið áhyggjuefni en um 43% farsíma í notkun eru svokallaðir snjallsímar þar sem hægt er að sækja tölvupóst, fara á netið o.s.fr.v. Símarnir eru flestir með snertiskjá og krefjast töluverðrar athygli við notkun. Farsímanotkun í umferðinni hefur um árabil verið ein helsta orsök truflunar fyrir ökumenn sem t.a.m. síður stefnuljós þegar verið er að nota símann.

Jafnvel þegar ökumenn nota handfrjálsan búnað skerðist athygli þeirra verulega en Einar segir að þó verði að höfða til almennrar skynsemi ökumanna þar sem ómögulegt væri að banna allt sem mögulega gæti truflað ökumenn.

Hér má sjá mynd Umferðarstofu um farsímanotkun í umferðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert