Kastljós stendur við umfjöllunina

Sigmar Guðmundsson er ritstjóri Kastljóss.
Sigmar Guðmundsson er ritstjóri Kastljóss.

Kastljós hafnar því alfarið að umfjöllun þáttarins um mál Gunnars Andersen sé mannorðsmorð líkt og hann heldur fram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnendum þáttarins. 

Segir að í umfjöllun Kastljóss hafi komið fram nýjar upplýsingar um þátt Gunnars í aflandsfélögunum NB Holding og NBI Holdings og því hafi verið full ástæða til að fara yfir málið í heild sinni. 

„Gunnar Andersen þarf að þola umfjöllun um störf sín í aflandsfélögum fyrir hrun, ekki síst vegna þess að eftirlitið sem hann stýrir fær sjálft slík mál til rannsóknar. Þá má geta þess að haft var samband við Gunnar áður en umfjöllunin fór í loftið og honum boðið að tjá sig en hann afþakkaði. Kastljós stendur í einu og öllu við umfjöllun sína og vísar því alfarið á bug að annarleg sjónarmið hafi ráðið för,“ segir í yfirlýsingunni.

„Óheft mannorðsmorð“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert