Tillögur tóku breytingum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins heldur áfram á morgun.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins heldur áfram á morgun. mbl.is/Ómar

Breyt­ing­ar á skipu­lags­regl­um Sjálf­stæðis­flokks­ins tóku nokkr­um breyt­ing­um á fundi framtíðar­nefnd­ar á lands­fundi í dag. Greidd voru at­kvæði um  ein­stak­ar grein­ar í til­lög­un­um sem lagðar verða fyr­ir lands­fund á morg­un.

Tals­verðar umræður urðu um til­lög­urn­ar og tóku þær breyt­ing­um.

Til­lögu framtíðar­nefnd­ar um að öll­um flokks­mönn­um verði heim­ilt að sækja lands­fund var hafnað.

Einnig voru hert­ar kröf­ur um fjölda flokks­manna sem þurfi að standa að kröfu um að efna til al­mennr­ar at­kvæðagreiðslu um mál. Framtíðar­nefnd lagði til að 1.000 flokks­menn gætu kraf­ist at­kvæðagreiðslu en niðurstaðan var að 5.000 flokks­menn þyrfti til.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert