Tillögur tóku breytingum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins heldur áfram á morgun.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins heldur áfram á morgun. mbl.is/Ómar

Breytingar á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins tóku nokkrum breytingum á fundi framtíðarnefndar á landsfundi í dag. Greidd voru atkvæði um  einstakar greinar í tillögunum sem lagðar verða fyrir landsfund á morgun.

Talsverðar umræður urðu um tillögurnar og tóku þær breytingum.

Tillögu framtíðarnefndar um að öllum flokksmönnum verði heimilt að sækja landsfund var hafnað.

Einnig voru hertar kröfur um fjölda flokksmanna sem þurfi að standa að kröfu um að efna til almennrar atkvæðagreiðslu um mál. Framtíðarnefnd lagði til að 1.000 flokksmenn gætu krafist atkvæðagreiðslu en niðurstaðan var að 5.000 flokksmenn þyrfti til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert