Undirbúa þrjár smávirkjanir í Blöndu

Blöndulón á Auðkúluheiði.
Blöndulón á Auðkúluheiði. mbl.is/Einar Falur

Lands­virkj­un vinn­ur nú að frum­hönn­un á þrem­ur smá­virkj­un­um í Blöndu­veitu sem ætlað er að nýta óvirkjað fall úr Blönd­u­lóni niður í inntak­slón virkj­un­ar­inn­ar, Gils­ár­lón. Kom þetta fram í svari Katrín­ar Júlí­us­dótt­ur iðnaðarráðherra við munn­legri fyr­ir­spurn Ein­ars K. Guðfinns­son­ar alþing­is­manns á Alþingi á dög­un­um.

Gert er ráð fyr­ir að upp­sett afl verði 28 mega­vött og er áætlað að sam­an­lögð orku­geta verði um 180 gíga­vatt­stund­ir á ári. Virkjað fall er um 64 metr­ar úr Blönd­u­lóni í Gils­ár­lón.

Fram kom hjá iðnaðarráðherra, sem leitaði upp­lýs­inga hjá Lands­virkj­un, að þrjár virkj­an­ir hafa verið til skoðunar. Sú efsta er Kolku­virkj­un sem virkj­ar fallið úr Blönd­u­lóni yfir í Þrístiklu og verður stöðvar­hús henn­ar staðsett sunn­an við Þrístiklu. Næsta er Fann­lækj­ar­virkj­un sem virkj­ar fallið frá Smala­tjörn í Aust­ara-Friðmund­ar­vatn og verður stöðvar­húsið staðsett sunn­an við vatnið. Sú þriðja er Gils­ár­virkj­un sem virkj­ar fallið frá Aust­ara-Friðmund­ar­vatni niður í Gils­ár­lón og verður stöðvar­húsið staðsett mitt á milli Gils­ár­lóns og Aust­ara-Friðmund­ar­vatns.

Á næsta ári áform­ar Lands­virkj­un að halda áfram nauðsyn­leg­um rann­sókn­um og verk­fræðileg­um und­ir­bún­ingi auk vinnu við mat á um­hverf­isáhrif­um. Katrín sagði  mögu­legt að hefja virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir á seinni hluta árs 2013 og gang­setja þá virkj­an­irn­ar á seinni hluta árs 2016.

Mikl­ir mögu­leik­ar í gömlu virkj­un­un­um

Katrín sagði að  fjöl­marg­ir kost­ir væru til að auka og bæta nýt­ingu á þeim virkj­un­um sem þegar eru til staðar. Nefndi hún, auk Blöndu­virkj­un­ar, stækk­un Búr­fells­virkj­un­ar sem hugs­an­lega gæti aukið orku­getu kerf­is­ins um 208 gíga­vatt­stund­ir á ári. Einnig er verið að skoða aðra kosti sem aukið geta afl í kerf­inu og má þar nefna að ef bætt yrði við einni vél við Sigöldu­stöð mætti fá þar um 50 mega­vött, sömu­leiðis við Hraun­eyja­foss­stöð, þar gæti ein vél gefið um 70 mega­vött.

Einnig benti hún á að ef álag á Sult­ar­tanga­virkj­un væri aukið gæti nýt­ing­in auk­ist um 10 mega­vött. Víða í gömlu virkj­un­un­um er fjöldi tæki­færa sem verið er að skoða og gætu verið góðir kost­ir.

Fyr­ir­spyrj­and­inn, Ein­ar K. Guðfinns­son, lagði áherslu á nýta þyrfti tím­ann vel á næsta ári til að vinna að und­ir­bún­ingi um­hverf­is­mats.

Nefndi hann að fram­kvæmd­inni fylgdu störf og um­svif í héraði og skapaði betri for­send­ur fyr­ir frek­ari iðnaðar­upp­bygg­ingu á Norður­landi vestra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert